05 nóvember 2005

Þrjátíuogtvö atriði

1. Hvenær vaknar þú á morgnana? 7.30 þriðjudaga og fimmtudaga. 6.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Misjafnt um helgar.

2. Ef þú gætir snætt hádegisverð með einhverjum frægum, hver væri það? George Bush. Það yrði ábyggilega fyndið.

3. Gull eða silfur? Silfur

4. Hver var síðasta myndin sem þú sást í bíó? Wallace and Gromit með mömmu hans Sigga og við hlógum af okkkur rassgatið.

5. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? Íslenski Bachelorinn og Ástarfleyið. Alltaf gaman að sjá fólk sem maður getur rekist á úti á götu gera sig að fífli.

6. Hvað borðar þú í morgunmat? Jógúrt eða banana.

7. Hvað langar þig að gera þegar þú ert orðin stór? Eiga fullt af peningum, vinna lítið og njóta lífsins.

8. Geturðu snert nefið á þér með tungunni? Nei nei en ég þekki mann sem getur borað í nefið með tungunni.

9. Hvað veitir þér innblástur? Ekkert sérstakt. Jú, rokktónlist fær mig til að keyra hraðar.

10. Hvað er miðnafnið þitt? Muuuuu.

11. Strönd, borg eða sveitasæla? Smábær.

12. Sumar eða vetur? Sumar

13. Uppáhalds ís? Bananasjeik.

14. Smjör, salt eða sykur á popp? Salt.

15. Uppáhaldsliturinn þinn? Verð eiginlega að segja gulur. Gulur gerir mig hamingjusama.

16. Hvað er best á samloku? Roastbeef.

17. Hvert fórstu síðast í frí? Í lok ágúst í Danmörku.

18. Hvaða persónueiginleika fyrirlíturðu? Stór spurning. Að fyrirlíta er stórt orð. Ætli ég verði ekki að segja nauðgara, barnanýðinga og siðblindingja. Ég þekki samt engann sem fellur í þessa flokka og er fegin því.

19. Ef þú ynnir stóra pottinn í lottóinu, hversu lengi myndir þú bíða áður en þú segðir fólki frá því? Veit ekki........hversu stór er potturinn?

20. Sódavatn eða venjulegt vatn? Sódavatn með sítrónu.

21. Hvernig er baðherbergið þitt á litinn? Hvítt og grátt.

22. Hvað eru margir lyklar á lyklakippunni þinni? Þrír af þremur mismunandi húsum.

23. Hvar ætlar þú að eyða ellinni? Á flakki.

24. Getur þú jögglað? Já ég get það, en það er þreytandi til lengdar.

25. Uppáhaldsdagur vikunnar? Föstudagur.

26. Hvítvín eða rauðvín? Rauðvín. Lít á það sem enn eitt skrefið í að verða fullorðin.

27. Hvernig eyddir þú síðasta afmælisdegi? Var að vinna verkefni í skólanum fram að kvöldmat. Eina manneskjan sem ég hitti þann dag og vissi að ég ætti afmæli var Siggi....samt hitti ég fullt af fólki. Þetta var ömurlegur dagur.

28. Ertu með líffæragjafarkort? Nei.

29. Hvort myndir þú vilja eignast strák eða stelpu? Bara bæði.

30. Ertu feministi? Það fer eftir því hver skilgreinir hugtakið feministi. En ég myndi segja að ég væri hóflegur feministi.

31. Flottasti líkamhlutinn á hinu kyninu? Herðarnar.

32. Elskar þú einhvern? Já og það er líka fullt, fullt af fólki sem mig þykir ofsalega vænt um.

Engin ummæli: