Mér var hálf boðið í kvöldmat um daginn. Já, hvernig er hægt að "hálf" bjóða einhverjum í mat? Í það minnsta, þá þakkaði ég pennt og sagðist hlakka til. Það áttu að vera bjúgu með uppstúf og kartöflum. Ég bíð enn spennt eftir nánari tíma- og staðsetningu ;o)
3 ummæli:
Heyrðu - bjúgubjóðarinn var í fréttunum í gær að tala um verðbólgu fyrir hönd KB-banka....fær alveg þrjár drullukökur fyrir töffaragang!! :)
Þú skreppur svo yfir til mín og segir frá enda bý ég í göngufæri frá bjúgnakræki.
Ég hitti "kærastann" í gærkvöldi og hann sagði að það yrði líklega af bjóðinu í komandi viku!
Skrifa ummæli