13 nóvember 2005

Spurning dagsins?

Skemmtileg helgi búin og frábært að vakna bæði laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun án þynnku. Spurning dagsins er því þessi?

Hversu margar helgar hafa liðið án þess að áfengi hafi verið innbyrgt?

Þessi helgi var edrú...þar á undan var það helgin 24-25 september - sem þýðir 6 helgar í röð!
Bara vel af verki staðið!

Nú þið????

ps. Ekki gleyma að taka frá helgina 20-22. janúar 2006 - bústaðurinn gengur fyrir!

4 ummæli:

Gugga sagði...

Ég er búin að vera dugleg núna síðustu vikur. Man ekki nákvæmlega hvernær ég drakk síðast. Held að það hafi verið á Players eða í innflutningspartýinu mínu.....

Nafnlaus sagði...

Maður innbyrgir ekki áfengi, maður innbyrðir það ...

Nafnlaus sagði...

Það búast líklega allir við því að ég vinni þessa keppni en svo er nú ekki. Það var nú bara helgin fyrir þremur helgum þ.e um 20 okt. Þá fór ég heim í sveit.

Tilvera okkar.... sagði...

..pffff kannski ég sé bara öðruvísi en aðrir enda sé ekki að það skipti máli. Ég trúi því ekki að ég sé byttan í hópnum....ég roðna bara ;)

Og Alla þú þarft endilega að kenna mér hvernig ég set svona kóða á comment kerfið - ég þoli ekki fleiri comment um typpastækkanir eða sílikon :)