13 september 2005

Hinn þriðji

Mikið andskoti geta yfirmenn með einræðisherrasyndróm verið óþolandi. Sama hvað ég geri (meira að segja redda manneskju til að leysa mig af) fæ ég ekki frí á föstudag svo ég missi af Skaftholtsréttum. Sem þýðir að bossinn á ekkert inni hjá mér þegar hann ætlar að biðja mig um lipurð eða greiða!
En ég kemst samt á réttaball í Árnesi og þangað mun ég mæta galvösk og hress, þrátt fyrir að hljómsveitin sé ekki að mínu skapi ... í það minnsta ekki þegar kemur að geisladiskaútgáfu. Meiri misþyrmingar og peningagræðgi hef ég ekki séð um mína daga. Á móti sól, oj. En eins og máltækið segir þá er maður manns gaman svo það verður stuð og stemming (stemning) og heljarinnar fjör! Ætla ekki allar Sveinsínur að mæta hressar? Við getum örugglega haft fyrirpartý hjá mömmu, sem er steinsnar frá ballstaðnum.

Og það verða alltaf Skeiðaréttir á laugardag (",)

2 ummæli:

Gugga sagði...

Já alveg frábært að vita af fyrirpartýi fyrir ballið. Þar sem ekkert fé er í mínum réttum og þar með engin súpa í Hrepphólum er allt í óvissu með daginn. Nú er svo bara að redda sér einhverju að gera yfir daginn, heimsækja Hrunaréttir og labba bara rekstursleiðina heim í Hrepphóla, fara í heimsóknir á bæi eða keyra bara á móti Skeiðaréttasafninu (ef það er hægt...vantar hesta til að ríða á móti því). En hvað um það...við hittumst þá á föstudaginn og verðum í bandi.

Nafnlaus sagði...

ég finn ekki póstinn um hvernig ég á að skrifa póst inn á Sveinsínu. Hvað gjöri eg?