13 september 2005

Hundur í óskilum

Gestgjafi vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Í ljósi flýtings og almennrar ölvunnar síðastliðið föstudagskvöld urðu tveir munir eftir hjá gestgjafa. Þeir eru:
Klútur, gullinbrúnn með gylltum pallíettum (grunur leikur á um að hann tilheyri þeirri nýklipptu).
Varagloss, lítil túpa af Juicy Tube frá Lancome, litur einhvernveginn rauður (tilheyrir ekki Jönu og er ekki gamli glossinn hennar Ingu).

Vinsamlega látið gestgjafa vita hverjum þessar eigur tilheyra svo gestgjafi geti skilað þeim til eigenda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er mögulegt að safaríki salvinn tilheyri mér, þó ég muni ekki hvort ég hafi haft hann uppivið eða ekki! Held að grunur þinn um þá nýklipptu sé réttur.