jess ég er komin inn eftir að hafa eytt út nokkrum póstum frá Öllu um þetta blogg.
Verð að segja ykkur frá draum sem mig dreymdi í fyrrinótt. Í draumnum var mér var gefinn bleikur bolur og bleik peysa, já svona ekta barbí bleik föt. Ég fór í bolinn og peysuna strax og það fór mér ágætlega (enda var ég svona 10 kílóum léttari í draumnum en í veruleikanum) en mikið leið mér illa í því. Ég var stödd á samkomu og það eina sem ég gat hugsað um var að ég var klædd í bleik föt. Ég hefði alveg eins getað verið nakin svo meðvituð var ég um klæðaburðinn.
Núna hef ég pælt mikið í þessum draumi og verið að spekulera hvort þetta sé vísun til kvennleika míns, þ.e að ég sé ekki nógu kvennleg og eigi að fara að bæta úr því. Fjallferðin nefnilega jók á jaxleðlið eina ferðina enn og því er ég kannski orðin heldur karlmannleg. Ég á kannski að fara að leita að minni innri dömu.
EN þetta var nú bara draumur :)
1 ummæli:
Ég held að bleiki liturinn hafi ekkert með kvenleika að gera. Þú ert fullt kvenleg þegar þú kærir þig um það ... það er bara svo oft sem þú vilt ekki vera það ;o)
Þetta eru ytri aðstæður sem þú ert ekki sátt við, gæti verið vinna sem þú ert í en kannt ekki við. Hver gaf þér fötin? Var þetta samkoma hjá Krossinum?
Skrifa ummæli