21 október 2011

Sporðdreki

Goðsagan:  Sumir vilja að við trúum því að sporðdrekar séu minna en yndislegt fólk.  Þeir eru sakaðir um launingagjarnir og tortryggilegir með tilhneigingu til að næra öfund.  Svo er sporðdrekum líka ætlað fullt af andfélagslegum venjum, til dæmis tilhneigingu til að vera dónalegir og tala opinskátt um forboðna hluti.  Svo eru þeir víst líka kynlífssjúkir!

Sannleikurinn er ekki alveg svona einfaldur.  Það er ekk að undra að sporðdrekar séu dulir.  Hver vill viðurkenna að tilheyra stjörnumerki með slíkt orðspor?  Það er mér þess vegna ágnæjulegt að troða niður þennan asnalega misskilning og leiðrétta viðhorfið.  Sporðdrekar leggja ekki rækt við öfundsýki.  Þeir eru reyndar mjög sáttfúsir.  Þeir bara gleyma engu.  Þeir eru ekki dónalegir, bara hreinskiptir, beintskeittir og lausir við tilgerð. Þeir gera ekki út á það að ganga fram af fólki, þeir eru soldið hissa á því hvað aðrir eru teprulegir þegar kemur að eðlilegri mannlegri hegðun.  Hvað varðar að vera kynlífssjúkir ... ó, jeremías, ég er víst að verða búin með plássið.


Lykillinn að velgengninni:  
Þú kannski óttast að hafa degið lægsta stjörnuspilið  ef þú ert fædd undir merki Sporðdrekans.  En í raun hefurðu dottið í lukkupottinn.  Áköf tilfinninganæmni þín er stundum erfið en hún er samt þinn mesti kostur.  Ef þú treystir henni og ræktar einlæga þrá til að gera það besta í öllum aðstæðum ... mun allt í lífi þínu líklega verða fullkomið.

Engin ummæli: