19 maí 2011

19.maí 1977

Þú ert þekkt fyrir að vera þolinmóð, hæg í hreyfingum og varkár -- þú elskar að draga á langinn og njóta ánægjustunda. Þú kannt að meta þægindi og þarft á þeim aða halda, sem og hlýlegs umhverfis. Gættu þín á tilhneigingu til að vera róleg og sjálfri þér nóg og að borða of mikið (sérstaklega sætindi).
Þú þarfnast kappsfullra aðstæðna til að vaxa og þroskast vel, þó svo þú reynir að forðast slíkar aðstæður. Kærleiksrík, jafnlunduð og sein til reiði en þegar þú kemst í tilinningalegt uppnám ertu líka sein til að fyrirgefa og það tekur tíma fyrir þig að ná fyrri kyrrð.
Þú krefst raunverulegrar útkomu úr öllum aðstæðum, þú átt erfitt með að skilja óhlutstæðar aðstður.
Þú ert mjög listræn og hendur þínar elska að móta og skapa hluti. Þú berð með þér jarðbundinn, líkamlegan kynþokka sem öðrum þykir mjög lokkandi.

Engin ummæli: