21 apríl 2011

Naut

Goðsögnin er sú að fólk í nautsmerkinu sé þrjóskt, hægfara og geðillt. Sagan segir að nautum sé kært um mat sinn en líka mjög kært um "matarlyst" á öðrum sviðum. Sumri vilja meina að þeir sem fæddir eru undir merki bolans séu haldnir söfnunarárá .. nei, söfnunarástríðu. Því er haldið fram að þeir í nautsmerkinu fái sig seint fullsadda af gæðagóssi og þeir fái alltaf það sem við viljum.

Sannleikurinn er sá að naut eru fullkomlega fær um að aðlagast, tileinka sér, stilla sig inn á afslappaða framkomu. Þau eru munaðargjarnt fólk sem kunna að meta gæði og virði hluta en það er ósanngjarnt að segja að þau séu efnishyggjusinnar. Fá eru eigingjörn naut - eða þau sem hafa bara áhgua á peningum. Í raun eru þau miklir hugsjónamenn. Nautið vill að sitt líf - og líf þeirra sem eru því kær - sé eins og best verður á kosið og ekkert mun stöðva nautið í að sækjast eftir því. Það er eiginlega bara í þessu atriði sem má segja að nautið geti verið þrjóskt, óhaggandi og virkilega ákveðið.

Lykill að velgengni fyrir þig ef þú ert naut, er að þú ættir að vera meðvituð um að stæsti kosturinn er eðlislæg réttlætiskennd þín. Þú finnur lyktina af svindli úr margra kílómetra fjarlægð og getur alltaf séð hvað er sanngjarnt. Þegar þú hefur lært að treysta þessari eðlisávísun leiðir hún, mistakalaust, þig að réttri gerð skapandi örvunar, bestu gerð veraldlegs metnaðar og snjöllustu gerð vináttu. Það eina sem þú þarft að gera til að ná árangri í líkinu er að treysta þessari góðu dómgreind sem þú hefur stundum tilhneygingu til að hunsa.

1 ummæli:

Gugga sagði...

Mu mu mu.....