
Þú hefur tilhneigingu til að vera róleg, fálát, leyndardómsfull og stundum jafnvel illskiljanleg. Aðrir taka eftir djúpum tilfinningum þínum og geðbrigðum og velta því fyrir sér hvernig megi ná þér út úr skelinni. Þú ert þrjósk og hörð og tilbúin að berjast fyrir því sem þú trúir á. Þú ert mjög útsjónarsöm og ógnvekjandi þegar þú reiðist eða kemst í uppnám útaf einhverju. Þú nýtur þess að lifa á brúninni - í þínum huga verður að upplifa lífið af ákafa og að fullu. Þú ert hugrökk og tilbúin að taka vísvitandi áhættu. Aðrir særa þig auðveldlega en þú svara oft með bitri kaldhæðni. Viðkvæm og forvitin er þér umhugað um hina djúpu leyndardóma mannlegrar sálar. Ef þú hefur einu sinni fengið áhuga á einhverju eltist þú við það af miklum öfgum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli