
Sannleikurinn Auðvitað er snefill af sannleika í þessum fullyrðingum en þar með er ekki öll sagan sögð. Við erum að tala um tilhneigð, ekki þörf. Margir sem fæddir eru í þessu merki eru skarpir hugsuðir og vandvirkir skipuleggjendur. Málið er bara að jafnvel hinir blíðustu, auðmýkstu og kurteisustu félagarnir í þessum félagsskap eiga sér "leynda hlið". Það mun alltaf verða eitt svið í lífi þeirra þar sem þeir geta hreinlega ekki hamið sig í að snapa sér "fæting", brjóta reglurnar og taka brjálaða áhættu.
Lykillinn að velgengninni Þú ættir að telja sjálfa þig njóta gæfu og guðs blessunnar ef þú ert fædd í hrútsmerkinu. Persónuleiginleikar hrútsins eru einstaklega notadjúgir og geta tryggt að lífið verður fullt af tilkomumiklum afrekum, ef nýttir rétt. Þú hefur nefnilega ótrúlegan viljastyrk og frumkvæði. Það er ekkert sem þú getur ekki tæklað ef þú reynir. Passaði bara að fylla líf þitt ekki af vandamálum og erfiðleikum, sem þú hefur tilhneigingu til að gera svo þú hafir alltaf eitthvert verkefni að leysa. Þú kannt því vel að lifa á brúninni en ... ef þú tekur kannski bara eitt skref aftur á bak myndirðu klára eitthvað sem þú byrjar á, sæir jafnvel eitthvað af verkfnunum bera ávöxt.
1 ummæli:
Ó ég kannast við þessa "dramadrottningu" sem fílar það í botn að hafa fjör og vandamál að leysa og hamangang og læti. Kannast líka við þennan óþolinmóða hrút sem fær auðveldlega leið á hlutunum og snýr sér að öðru án þess að klára það sem fyrir liggur.
Skrifa ummæli