24 mars 2011

24.mars 1977

Fólk þekkir þig af því að vera opin, hreinskilin, mannblendin og heiðarleg. Stundum ertu líka ónærgætin og lausmál. Þeir sem umgangast þig þurfa að læra að taka ekki persónulega öllu því sem þú segir því þú meinar ekkert með því sem þú segir og villt engum ill. Þú vilt lifa þínu lífi afdráttarlaust og á einfaldan máta - þér líkar illa kurteisishjal og telur það standa í veginum fyrir alvöru samskiptum.
Þú ert afskaplega orkumikil og hefur tilhneigingu til að verða eirðarlaus ef þér finnst þrengt að þér á einhvern hátt. Þú krefst frelsis til að gera það sem þú kýst - þú verður að fá að ráða þér sjálf, annars finnst þér þú föst og það skapar kvíða og streitu hjá þér. Öll þessi orka sem þú hefur nýtist frábærlega til útiveru, sem þú hefur yndi af, og þú ættir að dragast að líkamlegum æfingum eða íþróttum sem krefjast mikillar orku til að losa um eitthvað af þeim afgangskrafti sem þú hefur.
Þú er mjög félagslynd og nýtur þess að blanda geði við annað fólk - eðlislægur og einlægur áhugi þinn lífgar upp á hvaða samkomu sem er.

2 ummæli:

Margrét Harpa sagði...

Til hamingju með daginn þinn elsku Alla!

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú nokkuð góð lýsing á þér góða mín. Allavega er satt að þú lífgar upp hvaða samkomu sem er með dillandi hlátri þínum og brosi ;)

Kveðja,
Kristín Birna