09 mars 2011

9.mars 1977

Tilfinningar þínar eru mjög sterkar og aldrei yfirborðskenndar. Þú hefur tilhneigingu til að vera annað hvort mjög reið eða mjög leið eða algerlega ánægð. Skapsveiflur þínar eru djúpar, ýktar og það er ekki alltaf sem hvorki þú sjálf né þeir sem þú þarft að eiga við skiljið þessar sveiflur. Þú virðist hafa tilhneigingu til að vilja lifa á brúninni tilfinningalega þar sem þú teygir viðbrögð þín eins og þú getur, jafnvel þó að það geti endað með ósköpum. Þú verður afbrýðisöm auðveldlega og ert tortrygginn - gerir þónokkrar kröfur um að þér sé gefið tilfinningalegt öryggi. Þú ert góður spæjari og ert forvitin um djúpa og dularfulla hluta, sérstaklega mannlegt eðli og hvað knýr fólk áfram. Gættu þess að vera ekki vægðarlaus, ónærgætin eða ofurhreinskilin, annars gætirðu mætt rosalegri andstöðu frá öðrum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta Alla míííínnnnn. Búin að bíða eftir þessu...;o)
Ekki svo galið. Ætla að rækta frekar þessa spæjaragáfu, þá er nú gott að hafa Facebook, Interetið og Gróu á Leiti hehe

Afmæliskveðja,
Kristín Birna

Alla sagði...

Já og æfa sig í að lesa í bolla Kristín! Gætum kannski tekið smá æfingarlestur á Akureyri um helgina?