
Þú elskar athygli og vilt að fólk sjái þig sem sterka, sjálfsörugga og ráðandi. Þú ert mjög stolt af sjálfri þér, stundum svo að jaðrar við hroka. Þegar allir aðrir í kringum þig eru útataðir og virðast vera að hrynja lítur þú út eins og drottningin af Saba! Mjög tignarleg og virðingarverð nýturðu valda og forréttindi sem fylgja leiðtogahlutverkinu en kærir þig ekkert um ábyrgðina.
Þú ert mikill hugsjónamaður en getur líka verið ótrúlega þrjósk. Ef aðrir vekja aðdáun þína verða þeir að vera heilsteyptir (en auður, völd og áhrif geta líka vakið athygli þína). Þú kýst ríkulegt og glæsilegt umhverfi og eigur og reynir að eignast fallega hluti eftir því sem buddan leyfir.
Líkamlega ertu aðdáunarverð - uppá þitt besta hefurðu konunglegt, heillandi yfirbragð og framkomu. Reyndu bara að vera ekki svona mikill montrass!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli