
Mikið er ég þakklát fyrir að vera ekki lengur virkur "facebook"-notandi. Þá væri ég búin að overdósa á stöðuuppfærslum vegna lagalistans sem ég er með í botni í heyrnatólunum. Ég þykist vera að læra og það gengur svo sem ágætlega ... að læra sko ... svona utan þess að stóllinn liðast örugglega í sundur undan iðandi rassinum á mér áður en kvöldið er úti.
Ég var að flakka í gegnum sjónvarpsrásirnar í nótt og heyrði gamalkunnugt stef og ég bara varð að sækja lagið á netið. Það vatt auðvitað upp á sig og í stað þess að vera bara þetta eina lag sótti ég ein 25-7 lög sem eru hvert öðru fjörugra og dansvænna. Löginn og þar af leiðandi listinn eru öll í anda ný-árs fagnaðar okkar en sum þeirra hef ég ekki heyrt í nokkur ár og þarf því að dilla mér extra-mikið við hlustun.
Ég er svo mikið nörd að ég var næstum byrjuð að skrifa "smásögu" úr titlum laganna ...
1 ummæli:
Stórt like á það ;0)
Skrifa ummæli