Ég sá bíómynd í dag, vá maður. Breski herinn hafði unnið stríðið og hópur fólks snéri sér undan en ég gat það ekki, varð að fylgjast með því ég hafði lesið bókina. Mér þætti gaman að koma þér til.
Vaknaði, datt framúr. Dró greiðuna í gegnum lubban, rataði fram í eldhús og fékk mér kaffibolla. Svo leit ég á klukkuna og sá að ég var orðin sein svo ég fann úlpuna og grep húfuna, náði strætó á sekúndunni. Rataði rétta leið upp á loft og fékk mér smók. Og einhver talaði og ég féll í dá. Ahhh.
Ég las blöðin í dag, vá maður. Fjögur þúsund holur í Hveragerði, Ölfussi. Og þó að holurnar hafi verið frekar litlar þurfti að telja þær allar. Nú vita þeir hvað þarf margar holur til að fylla Hörpu, tónlistarhús. Ég hefði gaman af að koma þér til.“
En að öllu gamni slepptu þá las ég blöðin í dag. Sá eina jákvæða og hvetjandi umfjöllun. Frakkar eru yfir sig hrifnir af Jóni Kalmann rithöfundi. Það er æðislegt! Svo las ég líka jákvæð og hvetjandi orð um Pál Óskar og hvað hann er glaðlegur og bjartsýnn, til í að líta í eigin barm og bæta sig sem manneskja frekar en að benda á aðra og tala um hvað þeir eru ómögulegir og geri margt vitlaust.
Ég átti mjög skemmtilegt símtal í vikunni. Við Eddu Kamillu. Við rifjuðum upp hvað var gaman hjá okkur á Akureyri fyrir ári síðan og hlógum. Töluðum um hvað við hlökkum til að hittast á Akureyri aftur í loka apríl og brostum. Svo er Edda að fara til Færeyja. Hvílík heppni. Það verður örugglega æðislega gaman.
Ég fó á Selfoss fyrir viku síðan. Í kjóla-og barnaferð. Mamma hennar Jönu var svo mikið æði að sauma á mig fermingarkjólinn og ég fór í heimsókn að skoða afmælisgjöfina mína, hann litla sæta Guggu og Sigga son. Jesúminn hvað hann er fínn og lítill og fullkominn. Og ég fór að hitta tvíburana. Kristinn Guðni svaf allan tímann en Gestur Ingi er sko vinur minn. Það er frábært að fá Möggu Steinu heim.
Ég er með lítinn hvolpastrák í heimsókn hjá mér. Hann heitir Moli og er fjögurra mánaða pomeranian smáhundur. Ég var að velta því fyrir mér að fá mér hund og var svo heppin að fá hann lánaðan til að máta. En hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki fyrir mig. Held ég bíði þar til ég hef efni á að kaupa mér Hvítan hálending, hann er nefnilega góður með börnum og það er hægt að kenna honum listir.
Ég átti mjög skemmtilegt símtal í vikunni. Við Eddu Kamillu. Við rifjuðum upp hvað var gaman hjá okkur á Akureyri fyrir ári síðan og hlógum. Töluðum um hvað við hlökkum til að hittast á Akureyri aftur í loka apríl og brostum. Svo er Edda að fara til Færeyja. Hvílík heppni. Það verður örugglega æðislega gaman.
Ég fó á Selfoss fyrir viku síðan. Í kjóla-og barnaferð. Mamma hennar Jönu var svo mikið æði að sauma á mig fermingarkjólinn og ég fór í heimsókn að skoða afmælisgjöfina mína, hann litla sæta Guggu og Sigga son. Jesúminn hvað hann er fínn og lítill og fullkominn. Og ég fór að hitta tvíburana. Kristinn Guðni svaf allan tímann en Gestur Ingi er sko vinur minn. Það er frábært að fá Möggu Steinu heim.
Ég er með lítinn hvolpastrák í heimsókn hjá mér. Hann heitir Moli og er fjögurra mánaða pomeranian smáhundur. Ég var að velta því fyrir mér að fá mér hund og var svo heppin að fá hann lánaðan til að máta. En hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki fyrir mig. Held ég bíði þar til ég hef efni á að kaupa mér Hvítan hálending, hann er nefnilega góður með börnum og það er hægt að kenna honum listir.
Guð gefi ykkur gleðilega páskahátíð!
1 ummæli:
Gaman að heyra þessar fréttir allar. Ég hætti að lesa blöðin vegna þess að mér líður bara illa yfir öllu þessu hörmulega í heiminum. Treysti því að ef að eitthvað svo mikilvægt gerist að ég dey ef ég veit það ekki þá hlýtur einhver að segja mér það. Nú eða ég bara dey og veit ekki afhverju!!
Það er best í heimi að fá Möggu Steinu heim:)
Knús, Ósk
Skrifa ummæli