01 desember 2009

Fresturnarárátta

Það er löngum vitað að þegar ég á að vera að lesa og læra fyrir próf leggst ég í einhverja bölvaða vitleysu, skúra, setja í þvottavél, taka til í skápnum á baðherberginu, skipta um á rúminu, horfa á vídeó, gera aðventukrans, taka til í tölvunni ... allt annað en það sem ég á og þarf að vera að gera - lesa skólabækur! En það er bara gaman að rifja upp þessa gömlu, góðu takta, snúa sólarhringnum soldið við, fara seint að sofa, seint á fætur ....
Í því sem ég var að taka til í tölvunni hjá mér rakst ég á kvikmynd sem ég hafði ekki séð, Ghost town með Ricky Gervais (þarna úr breska Office). Hún kom mér svo yndislega á óvart þessi mynd. Rómantísk, gamanmynd en samt ekki rómantísk gamanmynd. Ég hló svo mikið á einum stað að ég hélt ég myndi hósta upp öðru lunganu. Ricky er auðvitað mjög fyndinn en Téa Leoni er líka svo mikið æði, hún er dásamleg gamanleikkona.

Gleðilega aðventu!

1 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Sömuleiðis Alla mín.
Gangi þér vel í prófunum ;)