02 október 2009

Hljóðnar nú haustblær




Dásamlegt ljóð um haustið.



Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt.
Dvelur við dyrnar drungaleg nótt.
Fljúga þá fuglar flestir sinn veg,
kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg.

Svífur burt sumar sólar í lönd,
kveður létt kossi klettótta strönd,
ljósu frá landi leysir sitt band,
byltist þung bára bláan við sand.

Breiðir svo húmið hljóðlátan væng,
milt eins og móðir mjúkri hjá sæng.
Fjúka um foldu fölnandi blóm,
hlýða á haustsins helkaldan dóm.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög fallegt ljóð um haustið eða ellina og dauðann ef það er lesið svoleiðis.
En hver orti?

Ingveldur

Nafnlaus sagði...

Já hver orti og líka myndin er líka mögnuð.

kv. Halla

Tilvera okkar.... sagði...

Hmmm....ég söng þetta lag þegar ég var í kvennakórnum í Keflavík og það er ekkert nafn á nótunum. Kannski veit Gurrý hver samdi..ég þarf að komast af því.

Já myndin er æði. Fann hana á Google. Gekk ekki vel með sjónvarpið Halla?

Nafnlaus sagði...

Jú jú sjónvarpið virkar alveg eins og sjónvörp eiga að gera. Með litmynd og alles. Meiri kröfur eru nú ekki gerðar til slíkra tækja á mínu heimili:-)

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Sigríður I. Þorgeirsdóttir orti þetta ljóð. Kveðja, Margrét Harpa