
Móðir mín, foreldrar hennar og systur hafa góðfúsla lánað mér sveitasetur fjölskyldunnar, Hlíð í Grafningi, til að halda hressilegt stelpupartý með vinkonum mínum!
Ykkur Sveinsínum er öllum boðið í partýið laugardaginn 26.september næstkomandi. Hugmyndin er að hittast uppúr hádegi eða um eftirmiðdaginn, elda kvöldmat saman, drekka og vera fullar og vitlausar, fara í heita pottinn, drekka meira, verða enn fyllri og að endingu drepast í sófum og rúmum á víð og dreif um húsið,
vakna svo nálægt hádegi sunnudaginn 27.september, útbúa brunch að hætti Breta með beikoni, eggjum, pönnukökum og hlynsýrópi, éta fylli okkar, taka saman og fara heim.
Þema kvöldins verður "slaufur í hárið".
Hvað eigum við að borða á laugardagskvöldinu?
Hver verður drykkur kvöldsins?
Mojito?
Cuba libre?
Screwdriver?
Egils gull light?
Yellow tail?
Sveinsína er hávaxin, þéttvaxin, lávaxin, grannvaxin, með dökkt, rautt, ljóst, sítt, stutt hár og blá, grá, brún, græn augu. Hún er alvarleg, einföld, dul, saklaus, gáfuð, lífsreynd, uppátektarsöm, skörp, róleg, fjörug, opin. Hún er kona, systir, móðir, stelpa, eiginkona, dóttir, vinkona, frænka, kærasta, hún sjálf.
27 ágúst 2009
Sveitaferð ...
... það er svo hressandi að fara'í sveitaferð :)
7 ummæli:
Gvvööööð hvað ég hlakka til.
æi þetta er vinnuhelgin mín :(
alveg er það með eindæmum, hvað þessi fjórða hver vinnuhelgi mín ratar alltaf á svona helgar, dauði og djöfull, get ekki ímyndað mér að ég líti inn með nefið, hvað þá meir,þar sem maður er bara í krónukvikindinu allan helgina.en þið hinar, skemmtið ykkur vel og skálið endilega í botn, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu, kveðja, helga flosa.
Ég mæti sko, það er vinnuhelgin mína en ég lufsast á staðinn á milli vakta. Hlakka bara til.
Ingveldur
p.s ánægð aðalheiður???
Helga, alveg er þetta með ólíkindum ... fer að halda að þér líki ekki við okkur!
Ingveldur, mikið er ég rórri núna þegar ég hef fengið skriflega staðfestingu á því að þú komir með. Ég var orðin áhyggjufull um tíma, taldi að þér hefði snúist hugur!
Ég læt mig að sjálfsögðu ekki vanta í þennan gleðskap, frekar en annan á vegum Sveinsínu. Enda hvorki að vinna né gera eitthvað uppbyggilegt um helgar yfirleitt.
kv. Halla
Hlakka til,
Ósk
Skrifa ummæli