28 júlí 2009

Verslunarmannahelgin


Sælar Sínur,

Nú er hin margfræga Verslunarmannahelgi rétt handan við hornið. Einhverntímann hefði nú verið mikið um plön fyrir slíka helgi í okkar fríða vinkvennaflokki. Nú er hins vegar öldin önnur. En þrátt fyrir að við séum nú ekki seytján vetra lengur þá gæti nú verið gaman að lyfta sér eitthvað pínulítið upp og skvetta til taglinu. Hvað segi þið, eru engin plön í gangi? Ef einhverjum vantar djammfélaga þá er ég alveg til í eitthvað sniðugt.

Mbk. Halla


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Halla! Þú svarar kalli mínu. Þetta er vinnuhelgin mín en þar sem ekkert blað kemur út á sunn og mán þarf ég ekki að vinna laugardag og sunnudag og er því laus eftir miðnætti á föstudaginn og til kl. 13 á mánudaginn til að gera eitthvað.
Hvað segir þú um að koma til Reykjavíkur, eða bruna til Akureyrar, Flúðir eru líka möguleiki. ????
Kveðja Ingveldur

Nafnlaus sagði...

Ég er að venju heima þessa helgi en svo skemmtilega vill til að aldrei þessu vant er Ingvar líka heima. Ég væri alveg til í að fá heimsókn eða kíkja við og hittast á Krúsinni eða eitthvað slíkt.
Kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Jibbí kóla að þú þarft ekki að vinna brjálæðislega mikið um helgina. Er ekki bara málið að draga fram kúlutjaldið á laugardeginum og kíkja á Flúðir, Úthlíð eða eitthvað og rifja upp gamla tíma. Malin langar að koma með ef það er í lagi.

Kv. Halla

Alla sagði...

Ég verð austan Hellisheiðar um helgina og er til í hvað sem er nema að koma nakin fram - nema ef vera skyldi undir fjögur augu!
Er reyndar að fara í Hlíð í fjölskyldudjamm á laugardagskvöldið. Verðum í sambandi með þetta. Ósk, ég skal sko koma í heimsókn og fara með þér á krúsina og bara hvað sem er.