08 júní 2009

Pressupennar


Pressan er óháður fréttavefur sem fór út á vefinn í lok febrúar á þessu ári.

Ég er voða hrifin af þessum vef. Síðan sjálf er mjög stílhrein og nánast laus við blikkandi auglýsingaglugga svo maður verður ekki óður af áreiti við að lesa það sem á henni stendur. Margir skemmtilegir menn hafa verið fengnir til að skrifa stutta pistla um allt mögulegt á síðuna.

Sá Pressupenni sem mér þykir hvað best að lesa þessa dagana er hún Olga Björt Þórðardóttir. Ég veit ekkert um þessa stelpu annað en að hún er falleg og skrifar um jákvæða og uppbyggilega hluti.

Helena háttvísa er líka kona að mínu skapi. Hún er laus við alla öfga og æsing en bendir fólki á hvernig skuli haga sér í samfélagi mannanna á hvetjandi og uppbyggilegan hátt.

Ég er voða hrifin af þessum vef og finnst gott að kíkja þar inn til að lesa helstu fréttir. Þó að þar séu blaðamenn að störfum er mikið af fréttaefninu tekið af öðrum vefmiðlum. Pressan er bara laus við æsing og áreiti og þess vegna þykir mér svo gott að stoppa þar við.

1 ummæli:

eddakamilla sagði...

Mikið er ég sammála þér Alla, Pressan er afslappaður miðill og bara svolítið elegant.

Kveðja
Edda Kamilla