
Þó að hann klæðist stundum kvenmannsfötum er hann ekki í neinum vafa um karlmennsku sína.
Ég man þegar ég sá hann fyrst. Ég laðaðist ekki að honum fyrr en ég heyrði hann tala. Hann hafði allt sem sterkur karlmaður þarf til bruns að bera, hávaxinn, ákveðinn, skarpur og greindur (þó ekki litgreindur) og með sitt á hreinu.

Hann var eitthvað svo sjálfs-öruggur að það var ekki annað hægt en heillast af honum. Hvernig hann sagði hverjum stjórnmálamanninum á fætur öðrum til syndanna og rak þá á gat með gáfulegum athuga-semdum og spurningum. Vá!

Eins og svo margir aðrir má hann muna fífil sinn fegri. Nú er hún Snorrabúð stekkur og hönk vikunnar í raun orðinn hönk síðustu aldar.
En minningin lifir. Minningin um skarpan samfélagsrýni sem lét fátt setja sig úr jafnvægi og hélt hlutleyfis sínu í 180° lárétt, hvergi hallaði á. Nú hefur gremjan og biturðin náð tökum á honum í núverandi þjóðfélagskreppu. Sem er ekki bara fjármálakreppa,heldur siðferðiskreppa, manngildiskreppa og tilvistarkreppa íslensku þjóðarinnar í heild sinni.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
1 ummæli:
Hann tapaði mörgum prikum þegar hann missti sig í viðtalinu við Jón Ásgeir.
Annars finnst mér hann ekki vera svo mikið hönk.
Skrifa ummæli