22 júní 2009

Hvað keyptirðu marga lítra af mjólk?

"Ég ætla að fá einn líter af kóki"

Orðið líter er ekki til í íslenskri orðabók. Þarna er um að ræða áhrif úr ensku sem erfitt virðist vera að uppræta úr orðaforða landsmanna.

Það er soldið skondið en fólk notar þetta bara í eintölu. Ég hef aldrei heyrt mann segja: ég keypti tvo lítera af sólarolíu. Enda ekki rétt að segja svona. Hann ætti frekar að kaupa sólarvörn (hahahahaha) og þá kannski tvo lítra af henni.

Lítri er veikt, karlkyns nafnorð sem beygist á ósköp hefðbundinn hátt.

Lítri-nn
lítra-nn
lítra-num
lítra-ns

lítrar-nir
lítra-na
lítru(m)-num
lítra-nna


Góðar stundir!
Málfarsnazistinn

1 ummæli:

Gugga sagði...

Ég þakka þér kærlega fyrir þetta og ætla út í sjoppu á eftir og kaupa mér hálfan lítra af kóki frekar en hálfs líters kók.