
Sælar Sveinsínur
Hvanndalsbræður eru orðnir án efa eitt mitt uppáhaldsband. Á laugardagskvöldið skellti ég mér á tónleika með Hvanndalsbræðrum og sendi til ykkar stóra skálkveðju í huganum. Mæli eindregið með því að þið kíkið í heimsókn næst þegar þeir eru að spila. Aulahúmorinn er í hávegum hafður og fíla ég hann alveg í botn. Kommentin á milli laga eru ekki síðri en lögin sjálf. Hér má finna eitt tóndæmi http://www.youtube.com/watch?v=rtXYlHtNebc
Læt hér fylgja eitt ljóð sem Rögnvaldur Gáfaði flutti á milli laga.
Af hverju eru kýr með bjöllur?
Þær borða ekki fugla.
Knús og kossar
Edda Kamilla
Edda Kamilla
2 ummæli:
Vá, takk fyrir gott boð Edda! Það er ekki ónýtt að heimsækja þig í Eyjafjörðinn :)
Það er greinilega mikið stuð að fara á skemmtun með þeim bræðrum.
Knúsumst um stund!
já, eflaust gaman að kíkja á þá bræður, samt örugglega skemmtilegra að kíkja til þín Edda skvís.
Sjáumst næst þegar maður fer norður......
Knús, Ósk
Skrifa ummæli