18 maí 2009

Þættinum hefur borist ...

... fyrirspurn.

Hvor er réttara að segja að það sé bragð að mat eða bragð af honum.

Yfirleitt er forsetningin að notuð hér, sbr.bragð er að þá barnið finnur, en málhefðin er þó sú að nota forsetninguna af þegar talað er um mat og drykk.

Hér þarf Nasistinn sem sagt ekki að vera mjög ágengur og yfirgangssamur því í raun má nota bæði, bara eftir því sem manni finnst betra - og hér er bæði betra.

Lifið heil.

1 ummæli:

Gugga sagði...

Ég þakka kærlega fyrir.