15 maí 2009

Hönk vikunnar


Svona í tilefni Evróvisjón keppninnar færi ég ykkur Sveinsínum kyntröllið Sakis hinn gríska. Á honum bráðnar súkkulaði og hnjáliðir kvenna detta úr sambandi í návist hans. Ég leitaði og leitaði að honum í Aþenu árið 2004 en fann hvergi. Hann er sjóðandi á svið með hnykkina sína og í magabolnum.

7 ummæli:

Alla sagði...

Hann er Guðdómlegur ... ummmmmmmhummmm!

Nafnlaus sagði...

Hann er guðdómlegur já en hvíti magabolurinn og ber maginn var ekki alveg að gera sig í keppninni. Sjúklega hallærislegt þegar hann reif bolinn utan af sér í lokinn til að sýna bera bringuna...falleg sjón en gubb.
ingveldur

Gugga sagði...

Mér fannst gríski fáninn inni í heftaranum alveg toppa þetta löðrandi hallærislega atriði.

Alla sagði...

Mér fannst þetta ógeðslega töff og hann heitur og þetta var með betri showum sem voru sett fram þarna. Sakis kann greinilega að æsa upp hitann í konum og hrífa fjöldann með sér! Voff!

Tilvera okkar.... sagði...

Tvö orð til að lýsa hrifningu minni á þessum manni. Hrollur og OJ!

Nafnlaus sagði...

ég var í kasti yfir þessu atriði og er, held ég bara, ekkert búin að ná mér.ég elska svona hallærislegheit í rass og rófu.ég meina, hvað er gaurinn gamall(hvað er þetta gömul mynd?)ég er ekki frá því að hann sé á aldur við pabba minn.og svoleiðis kallar eiga að vera heima að prjóna,eiga svona kallar að vera að ota sínum tota, ef allt fjör er úr þeim????? kveðja, helga flosa.
es.til hamingju með daginn
, elsku Bríet.

Alla sagði...

Hér er strákurinn í allri sinni dýrð

http://www.youtube.com/watch?v=3IGCMJMj12g

ekki horfa ef þið eruð illa staddar í tíðahringnum - þið gætuð dáið úr kjánahrolli :o)