22 maí 2009

Myndablogg II

Mér finnst þetta soldið skemmtileg mynd að skoða.

Hver fékk besta sætið?

Hver fékk versta sætið?

Ég öfunda hvorki Árna Johnsen né Þráin Bertelsson af sessunauti sínum, nema við værum á Þjóðhátíð í Eyjum. Þá vildi ég alveg sitja hjá þeim báðum.

Ekki eru þau skoðanasystkyn Guðlaugur Þór og Ólína
Ólína er þekkt fyrir stórt og mikið skap sem henni gengur stundum erfiðlega að hafa stjórn á, en ég vona að hún beri virðingu fyrir nýja vinnustaðnum sínum og taki á honum stóra sínum ...

Mikið er Ragnheiður Ríkharðs heppin - að fá að sitja hjá Höskuldi alla daga í vinnunni.
Og hér á kantinum? Steinunn Valdís og Lilja Mósesdóttir, Pétur Blöndal og Árni Þór saman í hnapp? Hafið mig afsakaða á meðan ég fer og kasta upp ...
... á hvert þeirra er smartast í tauinu.
Talandi um það - hver er virðulegastur og smekklegastur og flottastur í klæðaburði á Alþingi í dag?

Engin ummæli: