Hvað ég vildi óska þess að þið kynnuð ítölsku stundum. Það er varla að ég geti boðið ykkur uppá að horfa á þetta ég skammast mín svo mikið fyrir hönd ítalskra kvenna og karla og framleiðenda sjónvarpsefnis og bara vá!
Þetta er partur úr heimildamynd um líkama konunnar og hvernig hann er afskræmdur í sjónvarpi á Ítalíu í dag. Úrkynjunin er svoooooo mikil að það hálfa væri nóg. Takið eftir þegar komið er að mínútu 5:31 og fram til 6:30 sirka. Stelpur notaðar sem borðfætur - setjum þær í glerbúr með loftgötum á svo allir geti horft á þær og hlegið - Komið á sjöttu mínútu er maður með tvær fallegar dökkhærðar stelpur sitt hvoru megin við sig og lætur þær hafa ávexti. Hann segir við aðra - hér er banani, appelsína, sítróna, epli og réttir henni. Snýr sér svo að hinni og spyr ertu með sítrónu? Nei þú ert ekki með sítrónu, ekki heldur heila - ahahhaha voða fyndið. og svo lemur hann hina í hausinn með míkrófóninum. SKömm skömm skömm. Vá!
1 ummæli:
Oj...ég þurfti ekki að skilja talið. Sjá hvernig þær eru búnar að afskræma á sér andlitið, ég fæ bara hroll.
Svo horfði ég á litla vannærða stúlkugreyið í pínukjólnum á brimbrettinu (4:30) og hristi hausinn.
Finnst fólki þetta virkilega gott sjónvarpsefni???
Skrifa ummæli