03 mars 2009

Magni, Eiríkur Hauks, Hera, Kór FSu - Queen

Hvað segið þið um að fara á stórtónleika í næstu viku, fimmtudag 12.mars? Kór FSu, Magni, Eiríkur Hauks, Hera Björk, DBS og Ingó hitar upp. Mér líst rosa vel á þetta og er að hugsa um að splæsa þessu á mig. Kemur einhver með? 2.900 kr. miðinn á tilboði sem ég fæ í vinnunni. Það má lesa um tónleikana á miði.is til að fá frekari lýsingu á viðburðinum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá vildi gjarnan koma með... en aðeins of snemmt. Fór á Magna og kór Fsu - það var æðislegt, mjög góðir tónleikar.

Góða skemmtun, Ósk

Nafnlaus sagði...

Ég fer að sjálfsögðu. Ég hlakka rosa mikið til. Anton litli bró er í kórnum þannig að stórfjölskyldan ætlar að mæta á svæðið;)
Kv. Bríet.

Tilvera okkar.... sagði...

Alla mín, ég væri alveg til í að fara á þessa tónleika með þér..ef það er ekki of seint. Ég var bara ekkert búin að kíkja hér inn á Sveinsínu....en já mig langar að fara.