Mikið var yndisleg sendingin frá ykkur sem Gugga, Alla og Halla færðu okkur á laugardaginn var. Hér kom í hús fullt af fötum á Þórarinn Óskar (smekkbuxur, 2 sokkabuxur, 2 gallar - bolur og buxur í stíl, húfa og smekkur) og svo fékk ég fótsnyrtingu. Ég hlakka aldeilis til að nýta mér það gjafabréf enda fæturnir á mér komnir í mikla þörf fyrir snyrtingu. Stóru systurnar fengu bækur og búið er að lesa þær nokkrum sinnum nú þegar. Þórarinn Óskar er kominn með heimasíðu á barnalandi ef ykkur langar að kíkja á myndir. Slóðin er: http://thorarinnoskar.barnaland.is/ (vona að linkur virki, annars er hægt að fara á hana af síðum stelpnanna).
Hafið það yndislegt kæru vinkonur,
Kveðja, Ósk
1 ummæli:
Gott að gjafirnar koma að góðum notum :)
Þórarinn Óskar er yndislegur - eins og hann á kyn til!
Skrifa ummæli