21 mars 2009

Laugardagskvöld

Laugardagskvöld eru vinsæl árshátíðarkvöld.
Ég hef farið á nokkrar árshátíðir eftir að ég fór út á vinnumarkaðinn og iðurlega eru þær haldnar á laugardegi.
Undanfarandi vika árshátíðarinnar er undirlögð fjöri og hópefli á mínum vinnustað. Á mánudeginum var appelsínugult þema og ég skartaði ofurfögrum og hálfsjálflýsandi appelsínugulum hjartalaga eyrnalokkum sem við Svenni völdum í búðinni. Hann fann líka leðurreimina fléttuðu sem var höfðubúnaður Pokahontas. Ég var nefnilega indíánastelpan Pokahontas á þriðjudaginn þegar þemað var Villta vestrið - allir hinir voru kúrekar. Á fimmtudginn var diskótíminn allsráðandi - allir í glimmer og gulli, stelpunar með hliðartagl og strákarnir bling. Ég var með æðislega vængjagreiðslu, blóm í hárinu, himinbláan augnskugga og gullnaglalakk.
Ekkert toppar samt sjálfan laugardaginn - árshátíðardaginn. Þá fara strákar í gufu og rakstur og stelpur í brúnkumeðferð og förðun. Við stelpurnar á hæðinni í vinnunni hittumst heima hjá einni kl.15 og það kom förðunarfræðingur og sminnkaði allar. Drukkum mojito og settum krullur í hárið. Svo var haldið í fyrirpartý til fyrirmanna og þaðan með rútubíl á Broadway í fordrykk og forrétt og millirétt og aðalrétt og eftirrétt og eftir það drykki á barnum, fyrir suma.

2 ummæli:

Gugga sagði...

Æði. Mikið hlýtur að vera gaman í vinnunni hjá þér.

Nafnlaus sagði...

bíddu bíddu, er Broadway ennþá til?
helga flosa