15 febrúar 2009

Öllugott


350 gr. smjör
150 gr. sykur
500 gr. döðlur
20 dl Rice Krispies

Bræðið smjörið í stórum potti við vægan hita en ekki láta það sjóða.
Setjið sykurinn útí smjörið og látið hann bráðna, ekki láta blönduna sjóða (samt skemmist ekkert þó að suðan komi upp)
Skerið döðlurnar smátt og setjið út í smjör/sykurblönduna.
Hrærið í þar til döðlurnar hafa mýkst og allt orðið að einskonar mauki og blandið þá RiceKrispies saman við.
Setjið álpappír í ofnskúffu, hellið blöndunni í skúffuna, dreifið úr henni og fletjið vel. Látið kólna.

Til hátíðarbriggða má smyrja bræddu suðuskúkkulaði yfir kökuna áður en hún er skorin í litla ferninga, um eins til tveggja munnbita stóra.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Namminamm...

Kveðja,
Margrét Harpa

Tilvera okkar.... sagði...

Æði, æði...ég ætla að búa þetta til á morgun :)

p.s. Margrét eigum við ekki inni eitt stykki brauðuppskrift frá þér??

Nafnlaus sagði...

Oj hvað þetta er ógeðslega girnó!!! oh nú langar mig í eitthvað svona gúmmelaði :(

Gurrý