13 janúar 2009

Sumarbústaður eftir 17 daga

Sælar Sínur og gleðilegt ár.

Nú fer að líða að sumarbústað og ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég er orðin alveg gríðarlega spennt enda beilaði ég á stuðinu í fyrra vegna hins annars ágæta "mömmuheilkennis" ;)
En nú er komið annað hljóð í koppinn og stuðspírur í kroppinn og "plangenið" farið að bæra á sér. Ég er bara með nokkrar svona spöguleringar. Nr. 1 - Hvað ætlum við að borða? Grillmat, pottrétt, súpu, mexíkanskt, indverskt, tælenskt?? Nr. 2 - Hverjar verða hvaða kvöld? Ég ætla að vera bæði kvöldin. Nr. 3 - Er einhver sem getur reddað Sing Star ABBA? Frétti að það væri heitasti tölvuleikurinn fyrir jólin og er búið að dreyma um hann síðan.

Annars er ég ekkert að spögulera neitt meira......ekki strax allaveganna.

-Gugga

p.s. Kem með Catan, Risk, pókerpeninga og Party og co II.

12 ummæli:

Alla sagði...

Góðar pælingar!
2.) Ég ætla að vera alla helgina.
1.) Langar ekki í grillmat. Skal útbúa lasagna fyrir föstudagskvöldið ef áhugi er fyrir því. Sameiginlegan á laugardagskvöldinu líka? Eftirréttur?
3.) Nóbb - Abba er ekki til heima hjá mér. En SingStar er alltaf frábær hugmynd. Gætum haft liðakeppni.
4.) Kem með krossgátuteningana, yatzy og spilastokk.
5.) Þema? Stórir eyrnalokkar!

Gugga sagði...

Ú..Ú..Ú..Ú...þema..þema..jei!!
Stórir eyrnalokkar fá mitt atkvæði.

Tilvera okkar.... sagði...

Úúúú ég er ekki með göt (þ.e. í eyrunum).

Nafnlaus sagði...

- Ég ætla að vera föstudagskvöld.
- Mér er sama hvað er í matinn.
- Ég þoli ekki ABBA svo ef ég vissi um þennan leik þá myndi ég ekki segja frá því. En Singstar er allt í lagi stuð.
- Ég kem ekki með spil því mér sýnist allir aðrir ætla að gera það.
- Stórir eyrnalokkar er flott þema og ég tek fram Jana að það þarf ekki göt til að geta gengið með eyrnalokka, ég á t.d þrenn pör sem eru smellu.
- Þetta verður bara gaman hjá okkur veit ég og vona að veðrið verði okkur hliðhollt.

Ingveldur

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég get engan vegin sagt hvernig verður með mig ætla ég bara að njóta þess að fylgjast með ykkur planleggja.

Ekki gera ráð fyrir mér, er komin þarna á síðustu metrana. Það er möguleiki ef veður er algerlega frábært að ég myndi kíkja annað kvöldið en ég er sett þarna á mánudeginum svo ég gæti allt eins verið búin.......
knús, Ósk

eddakamilla sagði...

Sælar
Þetta verður heilmikið stuð hjá okkur, ekki spurning ;O)
Þar sem ég er að útskrifast núna á laugardaginn (17. jan.)langar mig að bjóða ykkur upp á vöfflur og gúmmulaði í kaffinu á laugardeginum (sumarbústaðalaugadeginum). Hvað varðar stóra eyrnalokka þá er ég heldur ekki með göt í eyrunum. Jana hvað segir þú um stóra tuddahringi í nefið?
Ég verð báðar næturnar og singstar hljómar vel.
Hlakka til
Kveðja
Edda Kamilla

Alla sagði...

Elsku Edda til hamingju með prófuð!
Hlakka til að borða vöfflurnar í bústað!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju Edda með prófið. Frábært hjá þér.

Kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Edda með útskriftina, hugsa gott til glóðarinnar að gæða mér á vöfflunum í bústaðnum.

Ég ætla að vera bæði kvöldin og mæta með einhverja stóŕa eyrnalokka og jafnvel splæsa á lokk í naflann líka.

Hlakka til að heyra fleiri plön.

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

"Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo tiiil..." Gott að gaula jólalögin fram að þorra eða hvað? Ég ætla að vera báðar næturnar, bara gaman, og líst ljómandi vel á eyrnalokkaþema. Ef þið viljið get ég komið með lambalæri fyrir laugardagskvöldið - á svo mörg í kistunni og væri alveg til í að splæsa einu eða tveimur (eftir því hversu margar við verðum) ef áhugi er fyrir því. Annars er mér alveg sama ef þið viljið hafa eitthvað annað á laugardagskveldinu. Líst vel á lasagna á föstudagskvöldinu og get líka komið með hakk í það ef þið viljið (á ógrynni af hakki eins og kúabónda sæmir ;o) Ég get líklega reddað Abba singstar ef einhver annar kemur með Singstar græjurnar. Man ekki eftir fleiru í bili. Kveðja, Margrét Harpa

Gugga sagði...

Margrét Harpa, þú ert snillingur. Lambalæri frá Lambhaga er bara toppurinn á matarfjallinu, frábær tillaga. Einfalt og gott með kartöflum, sósu og salati.
Hver á SingStar? Alveg hrikalega spennt fyrir ABBA SingStar, skora á Ingveldi að syngja Dancing Queen!

Nafnlaus sagði...

Ég kem og verð báðar nætur og verð með stóra eyrnalokka.
Líst vel á lambalærð Margrét mín, nammi, namm...
Á ekki SignStar og er því miður í hópi með Ingveldi hvað Abba varðar...
Hlakka til að sjá ykkur
Kær kveðja,
Kristín Birna