Þessa dagana er það "lúvva" þig eða þetta eða hitt. Ég lúvva hana sko alveg út af lífinu, hún er dásamleg. En ég lúvva líka vinkonur mínar.
Mikið þurfti ég á því að halda að hitta þessar frábæru vinkonur á laugardaginn og hlægja svona mikið eins og við gerðum. Ég hef ekki hlegið svona í margar vikur - enda búin að vera frekar leið og döpur, þreytt og pirruð, önug og niðurdregin í langan tíma. En þökk sé þessum dásamlegu vinkonum líður mér svo mikið betur núna.
Það var soldið fallegt og svo svakalega satt þegar Halla sagði: Það eru nú ekki margir sem fá sko ekki bara þrjár eða fimm eða níu heldur ellefu vinkonur í heimsókn til sín á laugardagseftirmiðdegi til að eiga frábæra, afslappaða stund saman. Ég er svo s
ammála henni.Við erum ótrúlega ríkar að eiga hver aðra og finnast við svona skemmtilegar. Hvernig var ekki frasinn á laugardaginn? Eitthvað á þessa leið? "Hann væri góður ef hann myndi raka sig og liggja í bleyti í baðkarinu í svona viku til að skola af sér smá af brúnkunni."
Ég lúvva ykkur allar!

9 ummæli:
ó mæ god....já einmitt. Laugardagskvöldið var mjög skemmtilegt, hef ekki hlegið svona mikið lengi heldur. Besta þrítugsafmæli þessa árs.
Ingveldur
....ahahhahahahaha....úffff ég er að segja ykkur það stelpur ég tók átta bjórdósir úr bílnum og þið sátuð bara á milli Kríu og Selfoss :) En það var gaman af ykkur.
...myndi langa til að sjá litinn renna af og sjá hvað er undir :) hehehehehe..!!
Úps! Eitthvað kannast ég við þetta brúnkukomment... En satt segi þið, mikið skrambi var nú gaman á Kríunni.
kv. Halla
Ohh ég er drulluspæld að missa af fjörinu - í orðsins fyllstu merkingu....
Sammála Aðalheiði við erum ríkar að eiga hver aðra. Kveðja Kristín Birna
Lúvva þig líka Alla mín, sérstaklega fyrir þessa fögru mynd.
Dásamleg stund, dásamlegar vinkonur, dásamlegt umræðuefni, dásamleg stemmning.........
Knús, Ósk
...hvað var aftur þarna síður????
Síður pungur?
Loðið bak?
Sleikja píku?
Hvað fleira bulluðum við?
Restin er ritskoðuð...takk fyrir að vera til snúllurnar mínar!
Skrifa ummæli