18 október 2008

Góðuð daguð!

Vá hvað er rosalega gaman að vera til á svona fallegum degi. Ég held að það sé bara á Íslandinu góða sem sjást svona fallegir dagar. Kominn miður október, logn og loftið er tært, sól og svalt og ég á leið til höfuðborgarinnar að eiga ánægjulegan eftirmiðdag með kærum vinum. Vá hvað er gott að vera til.

Ég hlakka ofsalega mikið til laugardagsins 8.nóvember. Mér sýnist ætla að verða góð mæting í Grundartjörn 5a. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá Spábókina góðu lánaða hjá Spákvennafélagi Skólavellinga. Eitt ætla ég þó örugglega að taka með mér og það er heimabakað döðlubrauð og risasýkkulaðibitakökurnar góðu sem vinnufélagar mínir eru brjálaðir í. Og góða skapið. En þú?

12 ummæli:

Gugga sagði...

Ummmmsumummssumumm....hlakka til að smakka sona risasýkkulaðibitakökur. Kannski ég komi bara með bananabrauð.

Alla sagði...

Ummmmm - áttu uppskrift að bananabrauði sem þú hefur prófað og veist að er góð? Viltu deila?

Tilvera okkar.... sagði...

....ahhhh ég skal koma með haframjölskökur með exxxxxtra rúsínum....sjúklega góðar!!

Nafnlaus sagði...

Og ég skelli í eins og eitt stykki heitan ofnrétt. En ég bið ykkur lengstra laga um að mæta í Grundartjörn 5, en ekki 5a. Nema ykkur langi sérstaklega til að kynnast nágrönnum mínum.

Kv. Halla

Nafnlaus sagði...

já, ég skal allavega mæta með tilraun til spádómshæfileika:). Spurning hvort ég taki að mér einnig að koma með öl með öllu þessu fínerí, hvað segið þið um það? Halla áttu kaffi eða á ég að kippa með poka af slíkum eðaldrykk líka?

Gugga sagði...

Allamalla hvað þetta er allt girnilegt. Spurning um að setja upp í tölvu allar þessar fínu uppskriftir, prenta út og deila með öllum Sveinsínum.

Tilvera okkar.... sagði...

...ég pant fá uppskrift af ölinu, það hlýtur að vera hægt að spara á því í kreppunni :)

Nafnlaus sagði...

Ósk ég á bara svona Senseo kaffivél. Ef kaffi úr slíkri vél virkar vel í spádóma erum við í góðum málum. Annars gætir þú þurft að grípa með þér bæði kaffi og vél.

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Get ekki sagt að ég sé fróð um kaffivélar. Er þetta ekki bara venjulegt kaffi?? Annars á ég litla gamaldagsvél sem ég get alveg kippt með mér.

Ölið verður keypt í búð, upplýsingar um uppskrift þess gæti verið á umbúðunum........ haha....

Nafnlaus sagði...

hvað er að gerast hér....erum við orðinn einhver helvítis kökuklúbbur!!!!!!!!!!!!!

Grín.....mér finnst kökur góðar.

Gugga sagði...

Meiru helvítis kellingarnar!!

Ég var að skoða leyndómyndaalbúmið á Picasa....þær eru bara fyndnar :)

Tilvera okkar.... sagði...

..kökuhittingur og barnahittingur!!

Alveg steingeldar.