23 október 2008

Þættinum hefur borist fyrirspurn

Má líta það sem eðlilegan hlut að setja 8 vikna gamalt barn í pössun til semi-nærskyldra yfir nótt?

Umsjónarmanni varð orða vant er hann gerði sér grein fyrir því um hvað spurt var því honum hefði aldrei dottið slíkt í hug sjálfum. En þannig er nú lífið að mannfólkið er misjafn og hefur ólíkt gildismat. Það sem einum þykir eðlilegt er fyrir öðrum algerlega á skjön við allt sem honum er heilagt og dýrmætt.

Fyrir mitt leiti er þetta ekki í lagi. Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkurn tíma núna til að vera örugg um að ég sé ekki of dómhörð eða stjórnsöm og reynt að sjá hlutina frá annarra bæjardyrum en mínum en kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Nei, það er ekki eðlilegt að setja 8 vikna gamalt barn í næturpössun. Sérstaklega ef tilefnið er ekki alvarlegra en að fara á árshátíð.

Mér finnst svo sem í lagi að setja svo nýtt ungabarn í pössun til mömmu eða systur minnar ef það er ekki á brjósti en þá bara ef nauðsyn krefst þess að ég og maki minn séum bæði frá. Með nauðsyn á ég við dvöl á sjúkrahúsi.

6 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Sammála þér.

...ég tók sem það væri ekki verið að tala um börn heldur dýr, hvolpa eða eitthvað slíkt. Mér finnst það hálfgert hneyksli að setja átta vikna barn í pössun yfir nótt. Trúi því bara ekki að fólk geri það.

Gugga sagði...

Ég hefði nú bara sleppt árshátíðinni.

Nafnlaus sagði...

TAKK FYRIR KÆRLEGA...!!!!!!

Áður en ég sagði já var ég ekkert að spá í þessu en þegar ég var spurð hvað hún væri gömul þá gerði ég mér grein fyrir að hún fæddist bara 19. ágúst og er því nýorðin tveggja mánaða. Það besta við þetta er að árshátíðin er á SELFOSSI svo ef eitthvað kemur upp á þá er ekki eins og foreldrarnir geti bara skroppið heim úr næsta húsi, ó nei, það er Hellisheiði og Reykjanesbraut eftir...en hún mágkona mín hefur nú yfirleitt farið þangað sem hún ætlar sér án þess að spá mikið í hvort hún á börn eða ekki. En þetta er víst alveg spes þar sem eiginmaður hennar verður veislustjóri á þessari árshátíð og henni fannst bara ekki taka því að keyra austur og til baka til að stoppa bara í nokkra tíma...!!!!! Eigingirni, ég veit ekki, ég veit bara að sonur minn fór í fyrstu næturpössunina í febrúar 2007 og þá var mánuður í að hann yrði 1 árs.
Gurrý

Tilvera okkar.... sagði...

Sem mér finnst bara vera mun eðlilegra Gurrý mín. Hvernig er það er barnið ekki á spena?

Nafnlaus sagði...

Nei hún er nefnilega engin verðlaunakýr hún mágkona mín og því hefur hún öll sín börn á pela....
Gurrý

Nafnlaus sagði...

Já mér finnst mjög undarlegt að setja 2 mánaða barn í næturpössun, hefði bara skroppið á árshátíðina, verið í matnum, og keyrt svo heim.
Minn var að sofa í fyrsta skipti hjá pabba sínum núna (og það er pabbi hans, ekki frænka eða frændi), 7 mánaða en það var líka út af því að ég hafði um ekkert annað að velja, nema þá að hætta í vinnunni. Hefði aldrei látið hann frá mér 2 mánaða yfir nótt, þó hann hefði ekki verið á brjósti.
Ingveldur