09 júlí 2008

Þörf á nýrri færslu

Ég sit hér og horfi á Sögu rokksins á RÚV í nostalgíukasti, það er verið að fjalla um The Stone Roses (mitt uppáhaldsband ) og Oasis og Blur og Pulp og önnur bönd frá tíunda áratugnum (Stone Roses telst reyndar til þess níunda). Í huganum er ég aftur komin til Englands sem aupair þar sem ég eyddi öllum helgum dansandi á indí-klúbbunum í London við þessi bönd, 18 ára með gat í nefinu, í Camden fötum og lifði á bjór....já sú var nú tíð. En nú er annar tími og annað líf sem er ekki síðra, bleyjur og barnagubb, lítið dansað en bjór enn haldið hátt á lofti...................................................jæja þátturinn búinn, nostalgíukastið gengið yfir og tími á háttinn því ég verð vakin klukkan átta með barnahjali og brosi.

1 ummæli:

Alla sagði...

Já, mikið eigum við gott að geta gleymt okkur stundarkorn og horfið aftur í tímann og minnst þess að hafa verið ungar og áhyggjulausar. Mikið eigum við líka gott að vera enn ungar en nægilega þroskaðar til að taka breytingum sem sjálfsögðum hlut og aðlögumst bara og njótum þess.