Við erum svo uppteknar að ekki náðist að finna einn tíma þar sem við gætum farið saman að sjá Beðmál í borginni í kvikmyndahúsi.
Gugga og Jana fóru í gærkvöldi með Önnu Guðrúnu, mágkonu Jönu. Þær skemmtu sér vel ef ég þekki þær rétt.
Edda Kamilla er að fara í bíó á fimmtudag með vinnunni. Þau eru svo skemmtileg, vinnufélagar Eddu, að það verður að líkindu mjög gaman hjá þeim.
Við Ingveldur erum að fara í kvöld, kl.19 í Laugarásbíó. Ef fleiri eiga eftir að sjá myndina og langar með erum við meira en til í að hafa ykkur með í hópnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli