14 apríl 2008

Þessi er sko laufléttur



Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum"
pakkann.

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19
ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem
á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni.  Eftir
nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp.  Sama
stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í
hvert skipti.  Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur
misst 5 kg.

Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar
hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann.

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og
kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð.  Hún er eingöngu klædd í
Reebok hlaupaskó.  Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú
nærð mér, þá máttu eiga mig".

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni.  Hún er auðvitað í
fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki.  Næstu fjóra
daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form.  Á
fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10
kg.

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á
7 dögum" pakkann.  "Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta
prógrammið okkar"

"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg
ár".

Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór,
helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á
þér MINN!"



Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.



kv. Halla










1 ummæli:

Alla sagði...

Eru til kvenmiðaðir megrunarkúrar í svipuðum dúr?