09 mars 2008

Ósk svarar...... loksins tækifæri

1. Rauðvín eða hvítvín? Rauðvín, rauðvín, rauðvín.... einstaka sinnum hvítvín t.d. með pastarétt eða kjúlla. Nú eða maður er í t.d. matarboði og hvítvín er það sem manni er boðið þá að sjálfsögðu drekkur maður það.
2. Hvað ertu margra daga gömul? Ekki alveg með það á hreinu..... og nenni ekki að reikna, get ekki ímyndað mér að sú vitneskja eigi nokkurn tímann eftir að gagnast mér í lífinu.
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? 2, einn og svo Ingvar.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Nei, rauður.
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? rosalega misjafnt, fæ mér yfirleitt gos, oftast kók og svo bara eftir skapinu stundum Nóakropp, stundum lakkrísreimar, stundum popp..... bara allt mögulegt.
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Eru gullfiskar húsdýr?
7. Færðu frunsur? já
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? Er ekki farin að pæla í því, ætla giska á 6
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Virka daga: Hrökkbrauð með marmelaði og osti og fullt af ávöxtum, yfirleitt bananabita, eplabita, perubita og melónubita. Fer aðeins eftir hlaðborðinu í vinnunni. Um helgar: ?? oft cheerios.
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Búin að pæla svolítið í þessu en er engu nær. Kannski nokkuð til í að enda hungursneið því fleiri deyja úr hungri en í stríðsátökum en kannski líka ef á kæmist heimfriður þá fengju kannski allir nóg að borða því það væri ekkert stríð til að hindra það (t.d. með því að éta upp peningana í fátæku löndunum eða hindra á samgöngur).
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Kvöldin.
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Á hægri hliðinni. Las einmitt einhverntímann að það væri ákjósanlegast stellingin fyrir fólk sem er með einhver magaóþægindi!!
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Femína........??
14. Hvað er heitt heima hjá þér? Yfirleitt frekar heitt, mér er alltaf svo kalt. Núna er það 23,5 gráður.
15. Ferðu í ljósalampa? Nei. Ekki gert það lengi
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Misjafnt, eitthvað svona söngva og dans ef ég er ein en annars bara eitthvað. Tók í gær Rush Hour 3 (Jackie Chan mynd) og hló alveg svakalega.
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? Man það ekki, langt síðan ég tók það. Ef ég er með rétta prófið í huga lenti ég í hópnum með sjálfsánægða fólkinu........
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? Bara bæði ......
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? Er þetta ekki pínu spurning um skilgreiningaratriði. Það er fullt sem þið vitið ekki um mig en hvort þið eruð einhverju bættari ef þið vissuð það allt er bara annað mál. Maður velur yfirleitt hvað maður vill segja fólki. Ekki það að ég viljandi haldi fullt af einhverju leyndu, ekki túlka það þannig. Ég held þið skiljið alveg hvað ég meina, ég held að allir velji þær upplýsingar sem þær láti aðra vita um sig. ...... Kannski svona í ljósi spurninga hér að ofan.... hef ég einhverntímann sagt ykkur söguna af því þegar ég frétti það eftir á að ég ætti víst kærasta?? Svona tveim vikum seinna og sagði honum upp í síma í sjokki því hann hélt hann væri kærasti minn................ var sem sagt nýbúin að segja mér að hann eyddi heilli verslunarmannahelgi í að horfa ekki á aðrar stelpur því ég væri kærastan hans?? Úff, ég fékk sjokk. Ég eyddi helginni öðruvísi........
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Sólblóm, þau eru bara eitthvað svo einföld og fullkomin.
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Fer eftir því í hvernig skapi ég er. Ef ég er hress er það hálf fullt ef ég er óhress er það hálf tómt.
22. Hver verður næst? Er einhver eftir?

og þá hafðist það loksins........ Svona í lokin, til hamingju með daginn Kristín Birna.

3 ummæli:

Alla sagði...

Voða ert þú á fínum vinnustað - morgunverðarhlaðborð og alles!
Hvað heitir hann aftur Galtarlækjaskógarkærastinn þinn? Var það Jonni?

Nafnlaus sagði...

Ahh, var búin að gleyma honum, taldi hann ekki með enda bara smá verslunarmannarstemmning. Nafnið er rétt.

Ég vinn á frábærum vinnustað:) Hlakka alltaf til að mæta í vinnuna.

Nafnlaus sagði...

s.s. verslunarmannarhelgarstemmning (geðveikt langt orð) hahahahaha