Einu sinni þoldi ég Muse ekki. Mér varð bara illt í maganum af því að hlusta á lögin þeirra, þau voru eitthvað svo uppfull af vanlíðan fannst mér. Svo kom sá dagur að mér leið svo illa að ég fór að hlusta á Muse ... hvað annað er hægt þegar lögin endurspegla líðan manns? Í dag er Muse ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum. Geggjaðar tónsmíðar. Lag dagsins er ekkert í sérstöku uppáhaldi hjá mér en það er ofsalega fallegt og það er vandi að ráða í textann.

Ég er að hugsa um að fá mér kisu. Hún er orðin fullorðin og er ofsalega falleg, alveg eins og Penni nema bara stelpa. Ég á enn eftir að fara og hitta hana, skoða hana en ég er eiginlega búin að ákveða að taka hana í fóstur, búin að ákveða hvenær ég fer að sækja hana og hvað hún á að heita .... Penelope Flora Skunksen - Penní.
3 ummæli:
Muse hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér en ekki vegna þess að ég heyri vanlíðan í tónlistinni heldur er það krafturinn, hún fyllir mig orku. Muse voru líka geggjaðir á Hróarskeldu seinasta sumar, líklega klikkaðasta tónlistarsveit sem ég hef séð.
Mæli með því að þú fáir þér kisu. Betra en páfagaukar.
Já, mér finnst Muse meiriháttar hljómsveit í dag!
Ég er að fara að skoða Penelope Floru um helgina - hlakka mikið til.
Kötturinn á myndinni er hann Penni - Penní er eiginlega alveg eins.
Ekki hefði mér dottið í hug að þú værir kisustelpa, Penní er voða sætur samt. Á eftir að uppgötva Muse, nýbúin að fatta Snow Patrol - það er svona þegar maður er fastur í fortíðinni, bara Sálinni og Evu Cassidy og svoleiðis snillinga :)
Gurrý
Skrifa ummæli