06 mars 2008

nei það er ekki komið


Ég er ennþá ólétt af litlum þrjóskupúka sem neitar að koma út.
Er komin um 40 vikur og 4 daga svo kannski gerist eitthvað um helgina.
Ætli Kristínu Birnu verði ekki að ósk sinni og fái barnið í afmælisgjöf á sunnudaginn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

....eða kannski ég á laugardag??

Gugga sagði...

Góð mynd.

Nafnlaus sagði...

Ertu komin í þann gír að þramma upp og niður stigana í blokkinni hjá þér...hehe... Gangi þér nú samt sem allra best þegar kemur að stóru stundinni!

Alla sagði...

Ég veðja á sunnudaginn eins og við töluðum um. Legg eina hvítvínsflösku undir.

Nafnlaus sagði...

Ég skil vel að óþolinmæðin sé farin að gera vart við sig. Maður verður nú pirraður af því einu að hafa ekki haft hægðir í fáeina daga. Þannig að ég ímynda mér að biðin eftir barni sé TÖLUVERT meira pirrandi. Megi allir góðir vættir vera með þér á stóru stundinni.

kv. Halla

Nafnlaus sagði...

Hvað sem öllu líður að púkinn komi ekki þá óska ég þér alls hins besta þegar stóra stundin rennur upp....
Gurrý