28 febrúar 2008

...og Ingveldur svarar....

1. Rauðvín eða hvítvín? Bæði jafn gott, reyndar er ég líklega meira fyrir hvítvín, svona ferskara. Annars er það frekar rautt á veturna og hvítt á sumrin. Get ekki beðið eftir að fá mitt fyrsta glas af hvítu eða rauðu...eftir allan þennan tíma.
2. Hvað ertu margra daga gömul? Reiknið það út sjálfar, þið vitið hvenær ég á afmæli. Munið bara eftir hlaupárunum.
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? hemmm, ekki vinsæl spurning meðal Sveinsína trúi ég. Ég hef átt þrjá svona sem ég get kallað smá kærasta, en ekkert alvöru alvöru alvöru.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Já grænn er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur alltaf verið. Sést á heimili mínu og því sem ég klæðist m.a.
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? Oftast lítill popp og mið kók, ís er líka vinsæll.
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Íslenska kýrin nr. 1 (sú sem er í mestu uppáhaldi núna heitir Lind), hestar og kindur eiga líka sinn stað í hjarta mér.
7. Færðu frunsur? Nei aldrei komið fyrir mig. Kyssi svo lítið.
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? Spái ekki um það. Ætla fyrst að eignast mitt fyrsta barn.
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Hafragraut eða Ab-mjólk.
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Enda hungursneið, meiri möguleikar á að það gangi upp en að koma á heimsfriði. Svo held ég að ef allir fá nóg að borða séu meiri möguleikar á að heimsfriður komist á sjálfkrafa. Held að það látist líka fleiri af völdum hungurs á degi hverjum í heiminum en vegna stríðsátaka.
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Það fer aðeins eftir árstíð en kvöldið er minn tími.
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Núna sofna ég sitjandi því annars kemur maturinn allur til baka, ekki ólétt sofna ég á hliðinni.
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Ísdrottningin
14. Hvað er heitt heima hjá þér? Kalt, gestir kvarta oftast undan kulda meðan ég geng um berfætt í hlírabol.
15. Ferðu í ljósalampa? Nei, hef greinst með húðkrabbamein á frumstigi og ekki séns að ég fari í slíkan viðbjóð. Fagna samt alltaf sólarljósinu.
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Fer eftir stemningunni, en ekki söngvamyndir, ekki of væmnar myndir, ekki teiknimyndir, ekki myndir sem gerast í geimnum, ekki hallærislegar hasarmyndir ofl.
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? Veit ekkert um þetta próf en ef ég tæki það myndi ég líklega fá hæsta og besta skorið.
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? Síður pungur, ég og Aðalheiður höfum rætt þetta.
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? nneeeee held ekki. Var ég búin að segja ykkur að ég er ólétt?
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Blóm sem vaxa villt í náttúrunni, eitthvað fullkomið við það sköpunarverk.
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Finnst þessi spurning leiðinleg, hún kemur fyrir í öllum svona spurningarlistum.
22. Hver verður næst? Sú sem er eftir.

3 ummæli:

Alla sagði...

Ertu þá að tala um blóm eins og mig og þig?

Gugga sagði...

Það er svo gaman að lesa Sveinsínu þessa dagana :)

Nafnlaus sagði...

Var alveg búin að setja stefnuna á þetta í kvöld... fékk síðan ofsa gott boð um kaffi krús ferð sem ég auðvitað þáði. Skrifa því ekki í kvöld og svo er línudansaball annað kvöld.... lofa að svara samt fljótlega:) Ég er alveg búin að hugsa svörin.

Knús, Ósk