Lag dagsins valdi ég af því fyrir um ári síðan fékk ég nokkrar mætur á Bob nokkrum Dylan. Ég er búin hlusta á þessa útgáfu af House of the Rising Sun alveg rosalega oft og finnst hún algjörlega mergjuð. Nota Bene þá er textinn í þessari útgáfu ekki sá sami og í þeirri sem allir þekkja.
Njótið vel
-Gugga
1. Rauðvín eða hvítvín? Allt er blautt sem vel er rautt...eða þannig. Eini gallinn við rauðvínið eru rauðu tennurnar....sko þegar maður er komin í nokkur glös.
2. Hvað ertu margra daga gömul? Dísús ég er í algjörri þoku þegar kemur að svona flóknum útreikningum. Gróflega 11.267 daga gömul.
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? Ég byrjaði svo seint í svona kærastaveseni.
Nr. 1. Langaði að prófa að eiga kærasta þegar ég var 18, átti hann í heila þrjá mánuði.
Nr. 2. Þurfti að hafa eitthvað fútt í Þýskalandi, var samt aldrei kærasti þannig...meira bara svona vinur sem hægt var að sofa hjá. Entist í heila fjóra mánuði.
Nr. 3. Þarna koma alvöru, það fóru nokkur ár í það.
Nr. 4. Var svo fegin að vera laus við nr. 3 að ég var ein og agalega ánægð í langan tíma þar til Siggi liggi lái birtist. Stefni að því að hafa hann síðasta kærastann minn.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Er einhver sem svarar þessari spurningu játandi? Kannski Ingveldur.....erfitt að segja.
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? Mið popp og stóra kók, nýt ekki myndarinnar ef ég fæ það ekki. (Er koppí/peist af svarinu hennar Kristjönu)
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Er ekki mikið fyrir að eiga dýr. Vil frekar vera svona dýraamma, leik mér við þau og æsi upp og skila þeim svo til eigenda.
7. Færðu frunsur? Neibb
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? 6
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Mjólk eða safa
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Sama og Jana
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Svona rétt eftir kvöldmat, þegar ég er nýbúin að borða og byrjuð að slappa af.
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Á vinstri hliðinni með vinstri fótlegginn beinann og þann hægri boginn....svona næstum því í læstri hliðarlegu.
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Framstæða Fjóla (Þokan felst einnig í skorti á frumlegum hugsunum)
14. Hvað er heitt heima hjá þér? Ég á hvergi heima.
15. Ferðu í ljósalampa? Uss það er bannað...ég fer bara til Flórída *mont mont*
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Ef ég ætla að horfa ein á vídeó vel ég einhverja rómantíska gamanmynd eða dramamynd eða hryllingsmynd. Ef ekki þá spennumynd eða gamanmynd eða gæðamynd (þið vitið svona myndir sem vinna Óskarinn)
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? Ég myndi aldrei nenna að taka svona próf.
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? Já sama og Jana.
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? Ykkur er öllum boðið í partýboð til mín í maí.
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Fresíur af því þær ilma svo vel og eru uppáhaldsblóm mömmu minnar og voru uppáhaldsblóm ömmu minnar líka.
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Alltaf nánast fullt.
22. Hver verður næst? Ósk
2 ummæli:
Fresíur ilma dásamlega, ég sé þær bara ekki til sölu neinsstaðar:(
Gott að þú valdir lag - ég hefði til dæmis aldrei valið þetta lag. Flott útgáfa, hann er nettur perri þessi Dylan.
Fresíur eru bara aldrei til...þær eru til einu sinni á ári og ég man ekki hvenær það er :(
Skrifa ummæli