
Þegar ég fletti 24 stundum í morgun rak ég augun í skemmtilega frétt. Nú get ég eignast kind á fæti og haft af henni afurðir á hverju ári - og þetta kostar mig ekki nema tæpar fjörutíuþúsundkrónur á hverju 12 mánaða tímabili.
Þetta er ein frábærasta hugmynd sem ég hef heyrt af lengi og mér finnst geggjað að konan (sem ég man ekki hvað heitir) skuli hafa hrint henni í framkvæmd. Opnaður hefur verið vefurinn kindur.is og þar er hægt að leigja eða kaupa sér kind. Maður fær fullt fyrir penginginn. Maður getur valið sér hrút sem notaður er til sæðingar, svo fær maður jólakort með mynd af kindinni, maður getur valið um að fá ullina af henni til bandvinnslu eða lömbind í formi læra, hryggjar og súpukjöts til átu. Svo er maður víst ávallt velkominn í sveitina að heimsækja kindina, klappa henni og sjá hvort hún sé ekki ánægð með lífið og tilveruna.
Þessu svipar kannski soldið til þess að eiga fósturbarn í Afríku - nema afurðirnar eru af ólíkum toga.
1 ummæli:
Múhahahahah....þetta er algjör snilld.
Skrifa ummæli