Ég var fegin að geta notfært mér almenningsvagna höfuðborgarsvæðisins í gærmorgun - ég hefði ekki komist í vinnuna á mínum bíl. Reyndar var umferðin svo þung að vagninn var 40 mínútum á eftir áætlun og mér var orðið frekar kalt á lærunum eftir biðina í skýlinu þegar ég mætti loks í vinnuna. En það er hlýtt og notalegt í Actavis og ég fékk heitt kaffi og nýbökuð rúmstykki með osti og sultu til að hlýgja mér í kroppnum.~~~
Ég fékk nýtt símtæki í vinnunni á miðvikudaginn - ofsalega fallegt. Ég fékk að sjálfsögðu nýtt númer líka - framakonan ég! Svo nú er ég öfgasmart með nýja símtækið mitt fallega í pilsi og leðurstígvélum.
~~~
Þessi fallegi hundur á myndinn er hann Húni. Hann er orðinn ósköp gamall þessi elska, 7 ára. Ég veit að það telst ekki nema miðaldra af hundi að vera en hann er kominn með beinmyndun í mjaðmaliði og axlaliði svo hann verður haltur og aumur ef hann er mikið í löngum göngum eða á flakki upp og niður stigann. En hann er dásamlegur hluti af fjölskyldunni og vinsælt myndefni hjá Steini Vigni systursyni mínum. Steinn er mikill ljósmyndaáhugamaður og mjög hæfleikaríkur á því sviði. Ef þið hafið áhuga má sjá myndirnar hans hér. Við unnum myndaseríu saman í upphafi árs sem má sjá á stofuveggnum hér heima hjá mér - mjög skemmtilegar myndir af fjölskyldumeðlimum.
1 ummæli:
Hann er efnilegur hann Steinn, margar flottar myndir...... Man ekki eftir seríunni hjá þér en passa mig á að skoða hana sérstaklega þegar ég kem næst:)
Til hamingju með nýja símtækið skvísa.
Knús, Ósk
Skrifa ummæli