30 september 2007

Sælar stúlkur

Ákvað að láta í mér heyra....þar sem ég er frekar löt að setja hér inn.

Af mér er fínt að frétta, bumban fer stækkandi og nú get ég varla falið hana sómasamlega lengur enda komin 18 vikur.
En hér verður ekki talað um ólétttu......huummmm hvað á ég þá að segja? Ekki er af mér djammsögunum að fara eins og áður fyrr...ónei ónei....og ekki get ég sagt ykkur svæsnar strákasögur, óléttar konur fara víst ósjálfrátt af markaðnum þó þær séu ólofaðar. Svo það eru bara þurrkar framundan.

Fór í klukkutíma nudd í fyrsta skipti á ævi minni á föstudaginn og varð svo slök við það að helgin fór í það að sofa. Vissi ekki að nudd gæti bara slökt á manni í marga daga en það var ljúft.

Vá ég hef ekki hugmyndaflug til að bulla í ykkur...held ég fari bara að sofa og setji ekki færslu hérna inn næst fyrr en eitthvað svæsið hefur gerst eða amk eitthvað fréttnæmt.

5 ummæli:

Jökulnornin sagði...

Það er svo afstætt hvað fólki þykri svæsið eða fréttnæmt að mér finnt það ekki nothæf mælistika á hvenær þú munt skrifa næst. Er fréttnæmt að ég sé komin með fastráðningu í vinnunni? Þá máttu skrifa um það. Eru póstsamskipti á milli mín og ónefnds vinnufélaga svæsin? Þá máttu skrifa um það. Hringdu í mig og taktu viðtal :o)

Gugga sagði...

Úúúú....þetta hljómar svæsið og spennandi.

Tilvera okkar.... sagði...

Mér fannst þessar "engu" fréttir þínar bara skemmtilegar. Komdu með fleiri svona fréttir :) Ég verð að fá að sjá á þér bumbið :)

Nafnlaus sagði...

Afhverju ekki að blogga um óléttu? Mér finnst áhugavert að vita hvernig gengur hjá þér.
Bríet.

Nafnlaus sagði...

fínt blogg. Greinilegt að það eru töluverð VIÐBRIGÐI að verða ólétt. Ég segi eins og Jana,langar að sjá þig í óléttuferlinu :)
kveðja, Kristín