04 október 2007

Hvernig virkar þessi hugur!!

Ég kvaddi gömlu nágranna mína á sunnudagskvöldið. Þau afhentu íbúðina sína nýjum eigendum á mánudaginn. Þau sögðu mér að sá sem hefði keypt íbúðina væri 31 árs, myndarlegar, grannur maður sem væri einhleypur. Þau stungu svo upp á því að við gætum bara tekið vegginn á milli baðherbergjanna okkar og stofnað stórt heimili. Við hlógum af þessu hehehehe....bara fyndnir nágranar.

Alla vega fer ég fljótlega að sofa. Klukkan hringir klukkan 5:50 og ég snozza náttúrulega í mínar tíu mínútur. Heilinn bara þarf tíu mínútur til að vakna. Á þessum tíu mínútum dreymdi mig samt alveg hrikalega fyndin draum sem skýrir hvers vegna ég byrjaði þessa færslu eins og ég gerði.

Mig dreymdi sem sagt að nýi gaurinn væri að flytja inn í íbúðina við hliðina á mér. Það gekk mikið á og ég ákvað að skipta mér sem minnst af því og sat bara hér í sófanum mínum og horfði á sjónvarpið. Úti var svartamyrkur. Allt í einu er bankað á svalahurðina mína. Ég fer og tek upp gardýnuna og úti stendur strákur. Ekki hvaða strákur sem er, heldur örugglega eini strákurinn sem ég þekki sem er 31. árs grannur, myndarlegur og einhleypur. Ég skal segja ykkur það, ég gæti meira að segja sagt ykkur nafn og kennitölu og þá staðreynd að hann er Selfyssingur. Höfum það líka á hreinu að ég hef aldrei og mun aldrei verða heit fyrir þessum gæja. Þarna stendur hann fyrir utan með skrúfjárn í hönd og bankar á hurðina hjá mér.

Þar sem ég þekki kauða býð ég honum inn. Hann heilsar og segjist vera að flytja inn við hliðina á mér. Ég segi já frábært! Hann segir þá, má ég laga ísskápinn? Og inn kemur hann, með skrúfjárnið og fer að laga ísskápinn. Veit ekkert hvað hann var að gera við ísskápinn, hann tautaði á meðan þessu stóð, alveg ótrúlegt að þú skulir ekki passa upp á þetta, veistu hvað þú sparar mikið rafmagn ef þú sinnir þessu viðhaldi!!! Um hvað var maðurinn að tala?

Þarna vakna ég og er búin að hlægja mikið af þessum draum. Vá hvað maður getur verið klikkaður :)

Hvaða Sveinsína skildi nú eiga næsta leik á þessari ágætu síðu okkar :)

kv. Janus

1 ummæli:

Gugga sagði...

En spennandi.... Spennandi að hitta nýja nágrannann (voru þetta of mörg enn?) og spennandi að fá að vita hver þessi draumadrengur er :)