Halló Sveinsínur og takk fyrir kveðjurnar. Þá er maður loksins komin með dömuna í hendurnar og ég er ekki að skrökva þegar ég segi að fallegra barn hefur ekki sést. Hún er ótrúlega vær og góð og drekkur eins og herforingi og gargar á okkur aulaforeldrana þegar við rembumst við að skipta um bleyjur og þess háttar.
Hún er að sjálfsögðu komin með barnalandsíðu. Slóðin er hér
5 ummæli:
Ossa ossa mikil dúlla!!!
vá, alveg yndisleg. Hlakka til að sjá hana "live":)
Knús og kveðja, Ósk
Rosa mannaleg litla skvísan - innilega til hamingju!
Kveðja,
Margrét Harpa
Fallegasta barn í heimi.....eða þangað til mitt fæðist :)
Er þetta ekki annars keppni?
Algjör dúlla og bara lokkaprúð :o)
Kveðja
Edda Kamilla
Skrifa ummæli