09 september 2007

Einkamál

Ég ligg hérna hálfslöpp undir teppi og er að gramast á netinu. Í leiðindum rambaði ég inn á einkamál og fann þennan póst bíða eftir mér. Ég bara varð að leyfa ykkur að njóta þessa með mér.

Sæl:
Mig langar að kynnast stúlku til að spjalla við og sjá síðan til hvort við pössum saman.Tónlist spilar stórt hlutverk í mínu lífi og ég hef gaman að spila á gítarinn fyrir skemmtilegt fólk sem tekur hressilega undir. Ágætlega er ég staddur og á enga fortíðardrauga sem ég veit um. Nú grunar mig að mörgum stúlkum lítist hreinlega ekki illa á þessa auglýsingu en sem komið er en ég verð að bæta einu við. Segðu mér þekkir þú þessa tilfinningu? Þú liggur í sófanum heima hjá þér dauðþreytt eftir vinnuna og kvíðin að takast á við verkefni morgundagsins. Segjum svo að þú eigir bangsa sem þú heldur fast að þér og fyllist öryggiskennd sem lætur þér líða betur. En hvers vegna gerist það? Því er erfitt að svara, kannski varðstu aftur lítil stelpa um stund og þar með hurfu allar áhyggjur út í buskan. Ef ég ætti að biðja þig um að nefna fleiri hluti sem gætu veitt svipaða eða jafnvel mun sterkari öryggiskennd hvað myndir þér detta í hug? Kannski sú athöfn að fara úr vinnufötunum og í þægileg náttföt, það lætur líkamann vita að það er kominn tími til að slaka á og hætta að stressa sig út af vinnunni. En það er annað sem er hægt að klæða sig í sem gefur mér þessi áhrif og það eru bleyjur. Nú hugsar þú örugglega “hann er eitthvað bilaður, bleyjur ?”..... En hugsaðu er það ekki rökrétt framhald af því sem ég er búin að vera að útskýra? Ég uppgvötaði þetta þegar ég var 12 ára og þar sem þetta lætur mér líða vel sé ég ekkert að því að gera þetta endrum og eins. Af þessari auglýsingu mætti halda að ég væri mjög stressaður einstaklingur sem hefði allt of miklar áhyggur af vinnunni, en það er alls ekki svo. Ég var byrjaður að sækja í þessa vellíðan sem fylgir því að vera með bleiu löngu áður en ég varð fullorðinn. Það eru nokkrir aðrir einstaklingar hér á Íslandi sem hafa uppgvötað þessi áhrif sem bleyja gefur manni og aðrir sem ná fram sömu áhrifum með því að klæðast pollagalla. Svo hvers vegna er ég að eyða tíma mínum í að skýra þetta út og svarið við því er til þess að eyða fordómum. Við eigum ekki að dæma fólk fyrirfram af því hvort það vill láta rassskella sig , fara í drag, klæðast í latexgalla, pollagalla, eða jafn vel vera með bleyju öðru hverju. Svo ég segi stúlkur ekki vera feimnar að hafa samband ég er mjög fínn strákur þó ég segi sjálfur frá og hreinskilinn eins og þessi auglýsing sýnir. Kveðja -Burtmeðfordóma-

4 ummæli:

Gugga sagði...

Múhahahahaha.....þetta er einmitt maðurinn fyrir þig dúllan mín. Ég segi því bara "go diaper dude!!!".

Nafnlaus sagði...

Ég bara á ekki til orð! Ég var einmitt að hugsa þegar ég las þetta að þessi maður hljómaði bara nokkuð eðlilegur... þangað til ég las orðið bleyja! Fullorðinn maður! Í bleyju!
Kv. Bríet.

Nafnlaus sagði...

Já, burtu með fordómana stelpur. Hvað væri sagt um fólk sem reykir ef aðeins nokkrir einstaklingar reyktu? Spáið í því, vera stanslaust allann daginn tottandi einhverja eiturræmu í munninum. Sem gerir ekkert nema slæma hluti. Þess utan, er það ekki eingöngu til að fullnægja einhverri öryggisþörf eins og börn gera, stinga öllu upp í sig. Þetta er bara samfélagslega viðurkenndari leið.
Fordómar eru bara vitleysa, hvað gerir það þó blessaður maðurinn hafi bleyju af og til. Ég sest niður af og til og fæ sjálfa mig til að fara grenja af því það er spennulosandi og mér líður svo vel á eftir?? Er ég klikkuð út af því? Reyndar samkvæmt stjörnuspánni um daginn er ég "weird", það á kannski bara mjög vel við......

egnbleiu sagði...

Fordómar skapast af vanþekkingu. Eins skrítið og það kann að hljóma í augum annarra eru mjög margir sem þurfa að nota bleiur ég er einn af þeim. Það er ekkert rangt óeðlilegt eða eitthvað til að skammast sín yfir vegna þess. Ég hef verið með þessa fötlun síðan ég var krakki. Sveinsína minntist á þetta í sinni grein viðbrögð greinarinnar voru fáránleg. Allavega 60% þjóðarinnar glíma við þetta vandamál hvers vegna eru viðbrögð sumra eins og í þeirri grein.